Annata

2022

VEX fjárfestir í félaginu

48%

Eignarhlutur

VEX I og VPE-AN

Sjóður

Í eignasafni

Staða

Starfsemi Annata

Annata er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar og selur viðskiptahugbúnað í áskrift fyrir fyrirtæki í bíla- og tækjaiðnaði sem byggður er ofan á Azure skýjalausnir Microsoft. Fyrirtækið var stofnað fyrir 20 árum og er með höfuðstöðvar á Íslandi. Hjá félaginu starfa yfir 200 starfsmenn á starfsstöðvum í þremur heimsálfum. Annata hefur gert langtíma áskriftarsamninga við marga af stærstu framleiðendum og dreifingaraðilum heims innan þessara tveggja atvinnugreina.

VEX I fjárfesti í helmingshlut í Annata árið 2022 ásamt meðfjárfestingarsjóðnum VPE-AN slhf. sem einnig er í stýringu VEX og keypti út stofnendur félagsins að hluta með það fyrir augum að styðja við alþjóðlegan vöxt og útgöngu stofnenda.

Eignasafn

Öryggismiðstöðin

OK

Icelandic Provisions

Annata

AGR