Fjárfestingar

VEX fjárfestir í fjölbreyttum fyrirtækjum og er að jafnaði meirihlutaeigandi eða stærsti einstaki hluthafinn.
Við fjárfestum til langs tíma og vinnum með stjórnendum að því að nýta sóknartækifærin og stuðla að jákvæðum breytingum.

Eignasafn

Öryggismiðstöðin

OK

Icelandic Provisions

Annata

AGR

Fjárfestingastefna VEX

VEX fjárfestir í óskráðum fyrirtækjum á Íslandi eða félögum með sterka tengingu við Ísland. Við fjárfestum í félögum sem hafa rekstrarsögu og sannreynt viðskiptamódel, bæði hefðbundnum rekstrarfyrirtækjum og eins fyrirtækjum sem eru á vaxtarstigi og þurfa fjármagn til þess að sækja fram. Í öllum tilfellum hefur VEX verulega aðkomu að stjórnun félaganna og fjárfestir með það að markmiði að ná góðri langtímaávöxtun a.t.t. áhættu.