Sjálfbærni

VEX hefur það að leiðarljósi að byggja upp betri fyrirtæki með ábyrgum hætti og um leið skila góðri langtímaávöxtun til fjárfesta.

VEX telur að ábyrg nálgun í fjárfestingum gagnvart fyrirtækjum, starfsmönnum, samstarfsaðilum og samfélaginu í heild sé nauðsynlegur hluti virðissköpunar til lengri tíma.

Ábyrg stjórnun fyrirtækja

VEX stundar ábyrgar fjárfestingar þar sem tekið er á neikvæðum áhrifum og tækifæri nýtt tengd umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS) í öllu fjárfestingarferli félagsins, þ.e. frá fyrstu skoðun, á eignarhaldstíma og við útgöngu.

Ábyrgar fjárfestingar

VEX hefur markað stefnu um ábyrgar fjárfestingar og sjálfbærniáhættu og mun stunda ábyrgar fjárfestingar m.a. með því að:

  1. Innleiða skoðun UFS þátta í greiningu og ákvörðunartökuferli fjárfestinga.
  2. Meta helstu áhættuþætti og tækifæri tengd UFS málum við fjárfestingu
  3. Vinna að framgangi UFS mála í samstarfi við stjórnendur fyrirtækja
  4. Halda fjárfestum og öðrum haghöfum upplýstum á gagnsæjan hátt um nálgun og framgang
  5. Vinna að framgangi ábyrgra fjárfestinga með samstarfi og samræðum við aðra eignastýringaraðila, samtök um ábyrgar fjárfestingar og aðra haghafa.
  6. Viðhalda góðum stjórnar- og starfsháttum

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna árið 2015. Markmiðin eru 17 talsins og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs. VEX lítur til allra markmiðana en mun sérstaklega beita sér fyrir markmiðum 5, 8 og 9 í rekstri sínum og félaga í eignasafni sínu.

Lykilmarkmið í sjálfbærni

Aðildir og skuldbindingar

VEX hefur skuldbundið sig til að stunda ábyrgar fjárfestingar. Félagið er aðili að og þátttakandi á vettvangi samtaka um ábyrgar fjárfestingar, Iceland SIF, með það fyrir augum að efla þekkingu á málaflokknum og taka þátt í umræðum honum tengdum. Þá hefur VEX skuldbundið sig opinberlega til þess að innleiða og útfæra meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI).

Aðilar að