Varist er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem sérhæfir sig í netöryggislausnum á sviði vírusvarna. Meðal viðskiptavina Varist eru stærstu tæknifyrirtæki heims en lausnir fyrirtækisins skanna allt að 400 milljarða skráa fyrir vírusum á dag og milljarðar einstaklinga eru varðir gegn netárásum með vörum Varist.
Í gegnum eignarhald sitt í OK, keypti VEX I hugverkaréttindi og vörur Cyren Ltd. á sviði vírusvarna og stofnaði þar með Varist með fyrrum lykilstjórnendum félagsins. Félagið var fyrst um sinn dótturfélag OK en á árinu 2024 var farið í hlutafjáraukningu þar sem nýir hluthafar komu að borðinu með það fyrir augum að styðja við alþjóðlegan vöxt og áframhaldandi vöruþróun.