Starfsemi Kaptio
Kaptio er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar og selur bókunarhugbúnað í áskrift fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu. Viðskiptavinir félagsins eru í flestum tilfellum stór alþjóðleg ferðaþjónustufyrirtæki sem selja og reka sérferðir og hópaferðir, skemmtiskipa- og lestarferðir, þar sem hugbúnaður Kaptio er grunnundirstaða rekstrar. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 og er með höfuðstöðvar á Íslandi og starfsemi m.a. í Bretlandi og Kanada. Hjá félaginu starfa um 70 starfsmenn.
VEX II fjárfesti í helmingshlut í Kaptio árið 2024 og keypti út vísissjóði og hluta stofnenda félagsins með það fyrir augum að styðja við alþjóðlegan vöxt og áframhaldandi vöruþróun.