Rósa ráðin til VEX

Rósa ráðin til VEX

Rósa Kristinsdóttir hefur verið ráðin til VEX þar sem hún mun starfa sem sérfræðingur í framtaksfjárfestingum. Rósa kemur til félagsins frá Akta sjóðum þar sem hún starfaði sem yfirlögfræðingur og regluvörður auk þess að hafa sinnt starfi áhættustjóra.

Áður starfaði hún hjá Kviku banka og sem framkvæmdastjóri lánasjóðsins Framtíðarinnar. Rósa er einnig ein stofnenda Fortuna Invest, fræðsluvettvangs um fjárfestingar, og meðhöfundur bókarinnar Fjárfestingar, að því er segir í tilkynningu frá VEX.

Rósa er með meistarapróf í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum.