VEX hefur gengið frá ráðningu á þremur nýjum starfsmönnum, það eru þau Andrea Helga Guðnadóttir, Björn Anton Guðmundsson og Rúna Birna Hagalínsdóttir og munu þau taka til starfa á næstu mánuðum.
Andrea mun starfa sem sérfræðingur í framtaksfjárfestingum en hún starfaði áður hjá fyrirtækjaráðgjöf UBS í London og þar áður í áhættustýringu Kviku banka. Andrea hefur lokið B.Sc. gráðu í stærðfræði í Imperial College London og M.Sc. gráðu í fjármálahagfræði frá Oxford háskóla.
Björn mun starfa sem verkefnastjóri í framtaksfjárfestingum en hann starfaði áður hjá Emblu Medical, áður Össur, í níu ár, síðast sem forstöðumaður fyrirtækjaþróunar. Björn hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Sc. gráðu frá Imperial College London í fjármálum og reikningshaldi.
Rúna tekur til starfa sem fjármála- og rekstrarstjóri en hún kemur frá fjármálasviði Lindex á Íslandi en áður starfaði hún sem fjármálastjóri GEG ehf. og North Tech Energy auk þess að hafa starfað hjá Kviku banka og Straumi fjárfestingarbanka. Rúna hefur lokið B.Sc. gráðu í viðskiptafræði og MBA prófi frá Háskólanum Í Reykjavík.