Sjálfbærni
VEX hefur það að leiðarljósi að byggja upp betri fyrirtæki með ábyrgum hætti og um leið skila góðri langtímaávöxtun til fjárfesta.
VEX telur að ábyrg nálgun í fjárfestingum gagnvart fyrirtækjum, starfsmönnum, samstarfsaðilum og samfélaginu í heild sé nauðsynlegur hluti virðissköpunar til lengri tíma.
Ábyrg stjórnun fyrirtækja
VEX stundar ábyrgar fjárfestingar þar sem tekið er á neikvæðum áhrifum og tækifæri nýtt tengd umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum (UFS) í öllu fjárfestingarferli félagsins, þ.e. frá fyrstu skoðun, á eignarhaldstíma og við útgöngu.
Ábyrgar fjárfestingar
VEX hefur markað stefnu um ábyrgar fjárfestingar og sjálfbærniáhættu og mun stunda ábyrgar fjárfestingar m.a. með því að:
- Innleiða skoðun UFS þátta í greiningu og ákvörðunartökuferli fjárfestinga.
- Meta helstu áhættuþætti og tækifæri tengd UFS málum við fjárfestingu
- Vinna að framgangi UFS mála í samstarfi við stjórnendur fyrirtækja
- Halda fjárfestum og öðrum haghöfum upplýstum á gagnsæjan hátt um nálgun og framgang
- Vinna að framgangi ábyrgra fjárfestinga með samstarfi og samræðum við aðra eignastýringaraðila, samtök um ábyrgar fjárfestingar og aðra haghafa.
- Viðhalda góðum stjórnar- og starfsháttum
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
Lykilmarkmið í sjálfbærni
Aðildir og skuldbindingar
VEX hefur skuldbundið sig til að stunda ábyrgar fjárfestingar. Félagið er aðili að og þátttakandi á vettvangi samtaka um ábyrgar fjárfestingar, Iceland SIF, með það fyrir augum að efla þekkingu á málaflokknum og taka þátt í umræðum honum tengdum. Þá hefur VEX skuldbundið sig opinberlega til þess að innleiða og útfæra meginreglur Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar (UN PRI).